fim 17. nóvember 2022 09:35
Elvar Geir Magnússon
Mount færist nær nýjum samningi - Sporting hefur ekki rætt Ronaldo
Powerade
Mason Mount.
Mason Mount.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Mount, Ronaldo, Rabiot, Endrick, Mudryk og fleiri í slúðurpakkanum þennan fimmtudaginn.

Samningaviðræður Chelsea og Masoun Mount (23) hafa gengið brösuglega en enski landsliðsmaðurinn hefur þó færst nær því síðustu vikur að gera nýjan samning. (Athletic)

Margir leikmenn Manchester United telja að Cristiano Ronaldo (37) muni ekki spila aftur fyrir félagið eftir að hann sagðist ekki ber neina virðingu fyrir Erik ten Hag. (Times)

Frederico Varandas, forráðamaður Sporting Lissabon, hefur hafnað þeim fréttum að portúgalska félagið ætli að gera tilboð í Ronaldo. Hann segir það aldrei hafa verið rætt. (RTP3)

Mynd af Ronaldo var fjarlægð af Old Trafford klukkustundum eftir að viðtalið við Piers Morgan birtist. (Mirror)

Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot (27) segist hafa verið 'heppinn' að fara ekki frá Juventus til Manchester United í sumar. (Gazzetta Dello Sport)

Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante (31) rennur út á samningi hjá Chelsea næsta sumar. Ítölsku félögin Juventus og Inter hafa áhuga á þessum reynslumikla leikmanni. (La Repubblica)

Joan Laporta forseti Barcelona segir að félagið hafi haft áhuga á kólumbíska framherjanum Luis Díaz (25) áður en hann gekk í raðir Liverpool frá Porto. (Mundo Deportivo)

Charlie Patino (19), miðjumaður Arsenal, sem er á láni hjá Blackpool er undir smásjá Barcelona. Samningur hans við Arsenal rennur út næsta sumar. (Calcio Mercato)

Shaktar Donetsk vill fá 88 milljónir punda fyrir úkraínska vængmanninn Mykhaylo Mudryk (21) sem hefur verið orðaður við Arsenal, Manchester City og Newcastle United. (Athletic)

Mudryk segir að honum finnist verðmiðinn á sér sláandi og telur að stórfélög í Evrópu muni ekki borga þessa upphæð fyrir leikmann úr úkraínsku deildinni. (Sport Arena)

AC Milan hefur áhuga á Houssem Aouar (24), miðjumanni Lyon, en fær samkeppni frá Roma um franska landsliðsmanninn. (Calciomercato)

Martin Demichelis (41), fyrrum varnarmaður Argentínu, hefur sagt upp þjálfarastarfi hjá Bayern München til að verða nýr stjóri River Plate. Demichelis var leikmaður Manchester City í þrjú ár. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner