
Allir Frakkarnir sem misstu af æfingu franska landsliðsins í gær voru mættir á æfingu í dag en þetta staðfestir franska knattspyrnusambandið á heimasíðu sinni.
Raphael Varane, Kingsley Coman og Ibrahima Konate voru allir frá í gær vegna veikinda en flensa hefur verið að ganga í hópnum síðustu daga.
Ekki var ljóst hvort þessir leikmenn myndu ná leiknum gegn Argentínu á morgun en nú staðfestir franska sambandið að allir þrír æfðu með liðinu í dag.
Aurélien Tchouameni og Theo Hernandez voru að glíma við smávægileg meiðsli í gær og voru því ekki með, en þeir gátu æft í dag og því frábærar fréttir fyrir Frakka.
Argentína og Frakkland mætast klukkan 15:00 í úrslitaleiknum á morgun.
Athugasemdir