Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. desember 2022 14:39
Brynjar Ingi Erluson
Símtalið kom of seint - „Þetta var sársaukafullt"
Ander Herrera
Ander Herrera
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Ander Herrera segist hafa sárnað það mikið að hafa ekki fengið nýjan samning hjá Manchester United fyrir þremur árum en hann ræðir þetta í hlaðvarpsþætti á heimasíðu félagsins.

Herrera eyddi fimm árum á Old Trafford og var í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins en hann yfirgaf félagið árið 2019 á frjálsri sölu.

Árið 2017 var hann valinn besti leikmaður tímabilsins af félaginu og bjóst hann við að fá nýjan samning en það varð aldrei af því. Hann gekk svo í raðir Paris Saint-Germain tveimur árum síðar og er nú mættur aftur heim til Athletic Bilbao.

Herrera vildi fá nýjan samning hjá United en það varð ekkert úr því.

„Það var mjög erfitt að fara því fimm eða sex mánuðum áður var ég að búast við tilboði um að vera áfram. Þetta er ekki augnablikið til að tala illa um einhvern og því ætla ég ekki að gera það,“ sagði Herrera.

„Eftir þriðja tímabilið með liðinu bjóst við meiru frá félaginu á þeim tíma. Ég var valinn besti leikmaður ársins af stuðningsmönnunum og aldrei fékk ég símtal frá félaginu til að skrifa undir nýjan samning, en aðrir leikmenn fengu það.“

„Það var mjög sársaukafullt fyrir mig ef ég á að vera hreinskilinn því mér fannst ég eiga það skilið en aldrei kom samningstilboðið og eftir það breyttust hlutirnir því ég var ekki ánægður með þetta litla augnablik. Fólk kemur og fer en félagið og merkið er áfram það sama. Þannig ég gæti aldrei sagt neitt slæmt um félagið því ég er svo þakklátur, en þetta var samt svolítið sárt.“

„Eftir þriðja tímabilið höfðum við unnið þrjá titla og ég var leikmaður ársins og félagið hringdi ekki í mig. Ég var niðurlútur, en seinna þegar ég átti eitt ár eftir af samningnum var hringt í mig en þá fannst mér þetta ekki rétti kosturinn í stöðunni.“

„Ég virti samninginn fram að síðasta degi og barðist fyrir félagið en það er skoðun mín, umboðsmannsins og fjölskyldu minnar að félagið kom ekki með tilboð á réttu augnabliki,“
sagði Herrera í lokin.
Athugasemdir
banner
banner