Vefmiðillinn Goal birti grein um hvernig byrjunarlið spænska félagsins Real Madrid gæti litið út eftir tvö ár en þar má finna fimm brasilíska leikmenn.
Karim Benzema, Luka Modric og Toni Kroos eru allir komnir á efri árin og verða væntanlega ekki í byrjunarliði Madrídinga eftir tvö ár en nýir spennandi leikmenn koma inn.
Ef við lítum á byrjunarliðið í dag þá má þar yfirleitt finna Thibaut Courtois, Dani Carvajal, David Alaba, Eder Militao/Antonio Rüdiger, Ferland Mendy, Luka Modric, Toni Kroos, Aurélien Tchouameni, Federico Valverde, Karim Benzema og Vinicius Junior.
Það er gert ráð fyrir að fimm leikmenn detti út úr byrjunarliðinu eftir tvö ár.
Goal bjó til nýtt byrjunarlið og ef hlutirnir ganga upp á markaðnum þá má sjá einn nýjan leikmann á miðjuna og auðvitað brasilíska ungstirnið Endrick í fremstu víglínu, en hann gengur formlega til liðs við Real Madrid eftir tvö ár.
Þá er gert ráð fyrir því að Madrídingar hafi betur gegn ensku liðunum um Jude Bellingham, leikmann Borussia Dortmund.
Þá er von á því að brasilíski hægri bakvörðurinn Vinicius Tobias brjóti sér leið í liðið en þessi 18 ára gamli leikmaður er á láni frá úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk og hefur verið að gera stórkostlega hluti með varaliði Real Madrid.
Einnig eru pælingar um að Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, taki við af Benzema eftir tvö ár. Oft hefur verið talað um klásúlu í samningi hans sem leyfir honum að fara fyrir 175 milljónir punda eftir nákvæmlega tvö ár. Þá verður Kylian Mbappe áfram orðaður við Madrídinga þrátt fyrir að hafa hafnað félaginu fyrr á þessu ári. Þetta verður allt að ráðast en svona gæti þetta að minnsta kosti litið út:
Líklegt byrjunarlið Real Madrid árið 2024: Thibaut Courtois, Vinicius Tobias, Eder Militao, Antonio Rüdiger, Ferland Mendy, Aurélien Tchouameni, Jude Bellingham, Federico Valverde, Rodrygo, Endrick, Vinicius Junior.
Athugasemdir