Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. janúar 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Henry hefur miklar mætur á FIrmino: Ekki nóg að skora bara
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, þjálfari Montreal Impact í bandarísku MLS deildinni, var einn af bestu sóknarmönnum heims þegar hann spilaði fótbolta með Arsenal, Barcelona og franska landsliðinu.

Hann fylgist mikið með enska boltanum og hefur sérstaklega miklar mætur á brasilíska sóknarmanninum Roberto Firmino, þó hann sé ekki sérlega iðinn við markaskorun.

Að mati Henry á ekki að dæma framherja einungis út frá markaskorun. Hann er afar hrifinn af Firmino þó Brasilíumaðurinn sé aðeins búinn að skora 55 mörk í 158 úrvalsdeildarleikjum.

„Það er auðvelt að vera sóknarmaður. Þú getur spilað illa heilan leik en ef þú skorar sigurmarkið ertu hetjan. Fólk segir að nían þurfi góða þjónustu frá liðinu en ég segi að nían þurfi að hjálpa kantmönnum," sagði Henry á Sky Sports.

„Hvernig getur liðið hjálpað þér ef þú hjálpar ekki liðinu? Það er raunverulegt starf sóknarmanns. Að vera laus, koma niður á miðjuna, sækja boltann á köntunum, vera skapandi. Að mínu mati nægir ekki að skora bara mörk.

„Roberto Firmino er algjörlega frábær sóknarmaður, allir þjálfarar í heimi væru til í að hafa hann í sínu liði."

Athugasemdir
banner
banner