Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   lau 18. janúar 2020 16:33
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu þrennuna hans Haaland
Erling Braut Haaland stimplaði sig rækilega inn í þýska boltann þegar hann þreytti frumraun sína með Borussia Dortmund.

Haaland kom inn af bekknum á 56. mínútu er Dortmund var 3-1 undir á útivelli gegn Augsburg.

Það voru ekki liðnar fimm mínútur þegar Haaland skoraði fyrir sitt nýja félag en hann lét eitt mark ekki nægja, heldur bætti hann tveimur við og gerði þannig þrennu á tæplega 25 mínútna kafla.

Þrennuna er hægt að sjá hér fyrir neðan. Hann gerði vel að koma knettinum í netið í fyrsta og þriðja markinu en Thorgan Hazard afhenti honum annað markið á silfurfati.


Athugasemdir
banner