Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. janúar 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís valin í lið ársins af öðrum leikmönnum
Glódís í leik með landsliðinu gegn Svíþjóð.
Glódís í leik með landsliðinu gegn Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir var valin í lið ársins í sænsku úrvalsdeildinni fyrir síðustu leiktíð. Liðið var valið af leikmönnum deildarinnar.

Glódís leikur með Rosengård sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðasta tímabili.

Glódís er aðeins 25 ára gömul en þrátt fyrir það er stutt í 100. landsleik hennar fyrir Íslands hönd. Hún er búin að spila 89 landsleiki.

Glódís og fjórar aðrar úr Rosengård komast í liðið. Gautaborg, sem varð meistari, á fjóra leikmenn í liðinu og þá eiga Kristianstad og Djurgården sitt hvorn leikmanninn.

Jennifer Falk, markvörður Gautaborgar, var valin leikmaður ársins af öðrum leikmönnum.

Markvörður
Jennifer Falk, Göteborg FC

Varnarmenn
Natalia Kuikka, Göteborg FC
Glodis Perla Viggosdottir, FC Rosengård
Nathalie Björn, FC Rosengård

Miðjumenn
Therese Sessy Åsland, Kristianstads DFF
Caroline Seger, FC Rosengård
Olivia Schough, Djurgårdens IF
Jelena Cankovic, FC Rosengård

Sóknarmenn
Anna Anvegård, FC Rosengård
Pauline Hammarlund, Göteborg FC
Rebecca Blomqvist, Göteborg FC
Athugasemdir
banner
banner
banner