Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 18. janúar 2022 09:14
Elvar Geir Magnússon
„Everton á að bjóða Rooney stjórastólinn"
Wayne Rooney er stjóri Derby.
Wayne Rooney er stjóri Derby.
Mynd: Getty Images
Martin Samuel, íþróttafréttamaður Daily Mail, vill sjá Everton ráða Wayne Rooney sem nýjan stjóra. Everton er í stjóraleit eftir að Rafa Benítez var rekinn.

Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, er efstur á blaði en belgíska fótboltasambandið vill ekki missa hann enda er HM í Katar seinna á þessu ári.

„Látið Wayne Rooney fá starfið, ungan stjóra sem nær til stuðningsmanna Everton. Segið að það sé stefnan að hann leiði félagið á nýjan leikvang 2024, það kaupir tíma," skrifar Samuel í pistli.

Rio Ferdinand telur að Wayne Rooney myndi stökkva á tækifærið að verða stjóri Everton ef það myndi bjóðast. Ferdinand spilaði lengi með Rooney hjá Manchester United.

„Everton er félagið þar sem Rooney ólst upp og hann þekkir Duncan Ferguson, hann var fyrirmynd hans þegar hann ólst upp og þekkir félagið út og inn," segir Ferdinand.

Hann fer fögrum orðum um Rooney sem þjálfara.

„Ég hef séð öðruvísi Wayne Rooney en þann sem ég spilaði með hjá Man United. Ég hef verið heillaður af því sem hann hefur verið að gera."
Enski boltinn - Vantar nýjan þjálfara og drulla mönnum burt
Athugasemdir
banner
banner
banner