Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. janúar 2022 15:35
Elvar Geir Magnússon
Í átta ára bann fyrir að syngja níðsöngva um Hillsborough slysið
Mynd: EPA
Shrewsbury hefur bannað tvo einstaklinga frá öllum leikjum í átta ár eftir hegðun þeirra sem áhorfendur á bikarleik gegn Liverpool fyrr í þessum mánuði.

Þessir aðilar sungu níðsöngva um þau sem létust í Hillsborough slysinu árið 1989. Alls 96 týndu lífi í troðningi á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest í FA-bikarnum en leikið var á hlutlausum velli í Sheffield. Það var stuðningsfólk Liverpool sem lést.

Í yfirlýsingu frá Shrewsbury, sem leikur í ensku C-deildinni, segir að félagið líði ekki svona hegðun.

„Þið eigið að skammast ykkar. Liverpool sýndi okkur ekkert nema virðingu. Hræðilegt, algjörlega hræðilegt. Það á að setja þetta fólk í lífstíðarbann," skrifaði Harry Burgoyne, markvörður Shrewsbury Town, á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner