Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   sun 18. febrúar 2018 20:11
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Blikar völtuðu yfir Þrótt
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þróttur R. 0 - 6 Breiðablik
0-1 Hrvoje Tokic ('25)
0-2 Arnþór Ari Atlason ('26)
0-3 Gísli Eyjólfsson ('80)
0-4 Sveinn Aron Guðjohnsen ('86)
0-5 Arnór Gauti Ragnarsson ('89)
0-6 Arnór Gauti Ragnarsson ('93)

Þróttur R. átti ekki roð í Breiðablik er liðin mættust í Lengjubikarnum í dag.

Hrvoje Tokic og Arnþór Ari Atlason gerðu fyrstu tvö mörk Blika með afar stuttu millibili í fyrri hálfleik.

Breiðablik fékk fín færi en tókst ekki að bæta þriðja markinu við fyrr en Gísli Eyjólfsson skoraði á 80. mínútu og þá opnuðust flóðgáttirnar.

Sveinn Aron Guðjohnsen bætti fjórða marki Blika við og gerði Arnór Gauti Ragnarsson tvö á lokamínútunum og innsiglaði þannig 6-0 sigur.

Blikar er búnir að hefja Lengjubikarinn af krafti, en þeir unnu 7-0 gegn ÍR í fyrstu umferð. Þróttur tapaði 2-1 fyrir KR í fyrstu umferð.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner