Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. febrúar 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Útilokar ekki áhorfendur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, útilokar ekki að áhorfendur muni snúa aftur á leiki áður en tímabilinu lýkur í maí.

Áhorfendabann hefur að mestu verið í ensku úrvalsdeildinni í vetur vegna kórónuveirunnar en fyrir áramót voru þó nokkrir leikir með nokkur þúsund áhorfendur.

Bólusetning stendur yfir á Englandi og Masters vonast til að einhverjir áhorfendur fái að mæta á leiki í vor.

„Við höfum ekki gefið upp von um að við getum séð nokkra áhorfendur á þessu tímabili," sagði Masters.

„Á næsta tímabili verður vonandi opnað hratt á að fá stuðningsmenn aftur á völlinn og vonandi sjáum við þá ensku úrvalsdeildina aftur af alvöru."
Athugasemdir
banner
banner
banner