Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   sun 18. febrúar 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikfangabílar útbúnir blysum stöðvuðu viðureign Sveins Arons
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum og skoraði í 2-2 jafntefli Hansa Rostock gegn Hamburger SV í B-deild þýska boltans í gær.

Leikurinn hefur vakið athygli víða um Evrópu en ekki vegna einhvers sem gerðist á meðan boltinn var í leik, heldur vegna tveggja fjarstýrðra leikfangabíla sem óðu inn á völlinn með kveikt á blysum.

Leikfangabílarnir tveir ruddu sér leið inn á völlinn á tíundu mínútu og þurfti að stoppa leikinn vegna þeirra.

Bílarnir voru partur af mótmælaherferð þýskra stuðningsmanna sem eru ósáttir með fyrirhugaða sölu á framtíðarsjónvarpstekjum þýsku deildarinnar.

Fjórir af fimm leikjum gærdagsins í efstu deild þýska boltans voru stöðvaðir á einhverjum tímapunkti vegna mótmæla, þar sem mótmælendur mættu á leikvanga vopnaðir smáhlutum til að kasta. Þeir létu hinum ýmsu hlutum rigna inn á völlinn í svo miklum mæli að stöðva þurfti leikina.

Það hefur þurft að stöðva mikið af viðureignum í efstu deildum þýska boltans undanfarnar vikur vegna mótmælenda, sem hafa meðal annars tekið upp á því að læsa sig við markstangir og kasta súkkulaði yfir leikmennn.

Remote controlled toy cars equipped with flares have invaded the pitch in Bundesliga 2 fixture between Hansa Rostock - Hamburg
byu/kzoxp insoccer

Athugasemdir
banner
banner