Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. mars 2021 18:01
Victor Pálsson
Staðfestir upphæðina sem Barcelona þarf að borga fyrir Pedri
Mynd: Getty Images
Miguel Angel Ramirez, forseti Las Palmas, hefur staðfest þá upphæð sem Barcelona gæti endað á að borga fyrir unglinginn Pedri.

Pedri kom til Barcelona fyrir síðustu leiktíð en hann var svo lánaður aftur til Las Palmas fyrir tímabilið 2019-2020.

Í dag spilar hinn 18 ára gamli Pedri mikilvægt hlutverk hjá Barcelona en hann hefur komið á óvart á sínu fyrsta tímabili með félaginu.

„Frá því að við seldum Pedri og til dagsins í dag þá höfum við fengið um 11 milljónir evra," sagði Ramirez.

„Þegar allar klásúlur eru uppfylltar þá gæti upphæðin náð 22-23 milljónum. Við munum einnig fá 15 prósent af næstu sölu."

„Barcelona er það lið sem treysti mest á Pedri. Það var annað áhugasamt lið frá Spáni sem hafði áhuga og vildi borga meira en við stóðum við okkar orð. Hann samdi við fullkomið félag og spilar með besta leikmanni heims."
Athugasemdir
banner
banner
banner