Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 18. mars 2023 10:40
Aksentije Milisic
Real fylgist með gangi mála hjá Kane - Messi vill fara til Barcelona
Powerade
Hvar endar Kane?
Hvar endar Kane?
Mynd: Getty Images
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
Var of góður við leikmenn.
Var of góður við leikmenn.
Mynd: EPA
Mörg lið vilja fá Kvaratskhelia, skiljanlega.
Mörg lið vilja fá Kvaratskhelia, skiljanlega.
Mynd: EPA

Kane, Haaland, Mitoma, Rice, Kante, Iwobi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman úr slúðurheiminum.
_______________________


Real Madrid fylgist grannt með gangi mála hjá Harry Kane en samningur hans hjá Tottenham Hotspur rennur út á næsta ári. Þessi 29 ára gamli sóknarmaður hefur mikið verið orðaður við Manchester United og Bayern Munchen. (Mail)

175 milljóna punda klásúla í samningi Erling Haaland (22) hjá Manchester City er ekki lengur í gildi og því getur félagið nú beðið um sú upphæð sem það vill fyrir norska sóknarmanninn. Samningur hans gildir til ársins 2027. (Goal)

Mason Mount er búinn að ráða inn nýjan umboðsmann en þessi 24 ára gamli leikmaður gæti verið á förum frá Chelsea. (Mail)

Lionel Messi, leikmaður PSG, er sagður vera tilbúinn að snúa aftur til Barcelona. Hann talar reglulega við þjálfara liðsins, Xavi. (Foot Mercato)

Brighton er til í að bjóða Kaoru Mitoma (25) risa samning en Real Madrid, Manchester City og Arsenal hafa áhuga á kauða. (Goal)

Arsenal er að undirbúa nýtt tilboð í miðjumann Brighton, Moises Caicedo. Þessi 21 árs gamli leikmaður var nálægt því að fara til Arsenal í janúar en allt kom fyrir ekki. (Football Insider)

Sevilla mun ekki kaupa hinn þrítuga Alex Telles frá Manchester United en hann er á láni hjá félaginu. (Mirror)

Patrick Vieira var rekinn frá Crystal Palace í gær en ástæða þess er að hann þótti vera of góður við leikmenn sem voru að spila langt undir getu. (Mirror)

Chelsea hefur mikinn áhuga á að kaupa Declan Rice frá West Ham í sumar. Þessi 24 ára gamli Englendingur er á samningi til ársins 2024 hjá Hömrunum. (Florian Plettenberg)

Hinn símeiddi N'golo Kante, miðjumaður Chelsea, spilaði síðast leik fyrir liðið í ágúst mánuði í fyrra. Þessi 31 árs gamli leikmaður er sagður nálægt því að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið. (Sun)

Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona, hefur engan áhuga á að yfirgefa félagið en hann tók það skýrt fram í viðtali á dögunum. Manchester United og Chelsea hafa verið á eftir honum. (TV3)

Everton er búið að bjóða Alex Iwobi (26) nýjan samning en hann ætlar að bíða og sjá til hvernig þetta tímabil spilast áður en hann tekur ákvörðun. (Football Insider)

Liverpool mun leyfa Alex Oxlade-Chamberlain (29) og Naby Keita (28) að fara á frjálsri sölu í sumar á meðan Arthur Melo (26) mun snúa aftur til Juventus. (Athletic)

Ryan Gravenberch, tvítugur leikmaður Bayern Munchen, mun fara til Liverpool en svo heldur fyrrum leikmaður Liverpool fram, hann Jose Enrique. (Sun)

Khvicha Kvaratskhelia, 22 ára leikmaður Napoli, hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester City en sagt er að hann gæti farið til Newcastle United ef liðið kemst í Meistaradeild Evrópu. (Football Insider)

Barcelona er til í að selja Ousmane Dembele (25) og Ferran Torres (23) til að eiga efni á að kaupa hinn 25 ára gamla Federico Chiesa frá Juventus. (Calciomercato)

Barcelona hefur boðið Sergio Busquets nýjan eins árs samning en þessi 34 ára gamli leikmaður gæti ákveðið að fara til Bandaríkjanna eða Sádí Arabíu. (Mundo Deportivo)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner