Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. mars 2025 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Spáni
Myndir: Arnar stýrir æfingu íslenska landsliðsins
Icelandair
Arnar á æfingu Íslands á Spáni í dag.
Arnar á æfingu Íslands á Spáni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er enn einu sinni mætt á La Finca hótelið Spáni en framundan eru leikir við Kósovo í umspili í áframhaldandi sæti í Þjóðadeildinni.

Arnar Gunnlaugsson nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands er hér í sínu fyrsta verkefni.

Liðið æfði á fótboltaæfingasvæðinu við La Finca í morgun og meðfylgjandi eru myndir af Arnari á æfingunni.

Liðið heldur til Pristina í Kósovo á morgun þar sem fyrri leikurinn fer fram á fimmtudagskvöldið.

Seinni leikurinn, heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni á sunnudaginn en þar leikur Ísland því við eigum ekki leikhæfan völl sem mætir kröfum UEFA sem stendur.
Athugasemdir
banner