Þetta hefur verið ótrúleg vika fyrir Dan Burn, varnarmann Newcastle, en hann var valinn í fyrsta sinn í fyrsta enska landsliðshópinn hjá Thomas Tuchel í fyrir helgi.
„Það kom mér á óvart að Dan hefur aldrei verið valinn áður. Hann er hávaxinn náungi en það er greinilega auðvelt að horfa framhjá honum! Eftir að hafa spjallað við hann er ég viss um að hafa valið réttan mann," sagði Tuchel um valið á Burn.
Þá varð hann enskur deildabikarmeistari með Newcastle eftir sigur á Liverpool um helgina. Burn fékk símtal frá Tuchel klukkan tíu um kvöldið á fimmtudaginn.
„Það kom mér á óvart að Dan hefur aldrei verið valinn áður. Hann er hávaxinn náungi en það er greinilega auðvelt að horfa framhjá honum! Eftir að hafa spjallað við hann er ég viss um að hafa valið réttan mann," sagði Tuchel um valið á Burn.
Þá varð hann enskur deildabikarmeistari með Newcastle eftir sigur á Liverpool um helgina. Burn fékk símtal frá Tuchel klukkan tíu um kvöldið á fimmtudaginn.
„Hann sagði að fyrst og fremst væri ég ófagmannlegur að vera ekki kominn upp í rúm fyrir klukkan tíu. Ég bað hann afsökunar," sagði Burn.
„Svo sagði hann að hann hafi hringt í alla sem eru ekki í hópnum. Ég hélt þá að ég yrði ekki í hópnum en hann sagðist þurfa að ljúka deginum á góðum nótumog að hann vildi að ég væri með í hópnum."
„Mér finnst ég vera leiðtogi innan sem og utan vallar. Ég veit að það verður erfitt með landsliðsmönnum, ég hef aldreei verið í þessari stöðu áður. En ég tel að ég geti hjálpað liðinu best svona," sagði Burn.
„Mér líður eins og margir hafa efast mikið um mig. Ekki margir frá Darlington hefðu sagt að ég myndi sitja hérna á fréttamannafundi enska landsliðsins. Mér líður eins og ég eigi þetta skilið."
Athugasemdir