Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   fim 18. apríl 2013 22:43
Elvar Geir Magnússon
Árni Vilhjálms: Ætlum að berjast um alla titla
Arni með boltann í leiknum í kvöld.
Arni með boltann í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við stóðum okkur mjög vel í dag og spiluðum sem lið. Allt gekk upp eins og við lögðum upp með," sagði Árni Vilhjálmsson, sóknarmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn KR.

Blikar eru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins en Árni skoraði eitt af mörkum liðsins í kvöld.

„Við sinntum okkar vinnu og gerðum það sem Óli sagði okkur að gera. Það virkaði allt saman. Ég fékk flotta sendingu frá Elfari og setti boltann í hornið sem var opið. Ég vissi alltaf að ég væri alltaf að fara að skora."

Telur Árni að hann sé kominn með fast sæti í liðinu?

„Þetta er breiður hópur og mikið af góðum leikmönnum. Ef maður spilar vel þá er maður í liðinu. Ég er kominn í gott stand og betra form en í fyrra. Ég er orðinn árinu þroskaðri. Það er mikil reynsla sem ég fékk út úr 1. deildinni í fyrra og ég tel mig vera árinu betri," sagði Árni sem var á láni hjá Haukum síðasta sumar.

Mun Breiðablik berjast um titilinn?

„Við settum okkur skýr markmið og ætlum að gera betur en í fyrra. Við enduðum í öðru sæti í fyrra svo það er ekkert annað í stöðunni en að berjast um alla titla sem eru í boði. Við erum eitt af bestu liðum landsins í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner