Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   fim 18. apríl 2013 22:43
Elvar Geir Magnússon
Árni Vilhjálms: Ætlum að berjast um alla titla
Arni með boltann í leiknum í kvöld.
Arni með boltann í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við stóðum okkur mjög vel í dag og spiluðum sem lið. Allt gekk upp eins og við lögðum upp með," sagði Árni Vilhjálmsson, sóknarmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn KR.

Blikar eru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins en Árni skoraði eitt af mörkum liðsins í kvöld.

„Við sinntum okkar vinnu og gerðum það sem Óli sagði okkur að gera. Það virkaði allt saman. Ég fékk flotta sendingu frá Elfari og setti boltann í hornið sem var opið. Ég vissi alltaf að ég væri alltaf að fara að skora."

Telur Árni að hann sé kominn með fast sæti í liðinu?

„Þetta er breiður hópur og mikið af góðum leikmönnum. Ef maður spilar vel þá er maður í liðinu. Ég er kominn í gott stand og betra form en í fyrra. Ég er orðinn árinu þroskaðri. Það er mikil reynsla sem ég fékk út úr 1. deildinni í fyrra og ég tel mig vera árinu betri," sagði Árni sem var á láni hjá Haukum síðasta sumar.

Mun Breiðablik berjast um titilinn?

„Við settum okkur skýr markmið og ætlum að gera betur en í fyrra. Við enduðum í öðru sæti í fyrra svo það er ekkert annað í stöðunni en að berjast um alla titla sem eru í boði. Við erum eitt af bestu liðum landsins í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir