Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fim 18. apríl 2024 08:05
Elvar Geir Magnússon
Romario tekur fram skóna 58 ára
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Romario hefur ákveðið að taka skóna fram aftur og spila með syni sínum hjá America Football Club sem tekur þátt í B-deild svæðiskeppninnar í Ríó de Janeiro.

Romario er 58 ára en hann vann HM 1994 með brasilíska landsliðinu. Hann er forseti America FC en spilaði síðast í nóvember 2009.

Romario ætlar ekki að koma inn í leikmannahópinn að fullu heldur segist aðeins vilja spila einhverja leiki við hlið sonar síns, Romarinho.

Ferill Romario hófst með Vasco de Gama 1985 og hann sló svo í gegn í Evrópu með PSV og Barcelona.

Hann skoraði 55 mörk í 70 leikjum fyrir Brasilíu og var valinn besti leikmaður heims af FIFA 1994 eftir að hafa skorað fimm mörk þegar Brasilía vann HM.

Hann lauk ferlinum með America FC, þar sem faðir hans Edevair lék, áður en hann var kjörinn forseti félagsins 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner