Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   fös 18. apríl 2025 17:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikarinn: Framlengt í ótrúlegum leikjum í Garðabæ og á Ísafirði - Breiðablik áfram
Örvar Eggertsson
Örvar Eggertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tobias Thomsen
Tobias Thomsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Berg að blómstra fyrir vestan
Daði Berg að blómstra fyrir vestan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var rosaleg dramatík þegar Stjarnan og Njarðvík áttust við í Garðabæ í dag.

Omar Diouck kom Njarðvík yfir strax í upphafi leiks þegar hann átti gott skot fyrir utan vítateiginn.

Emil Atlason jafnaði metin eftir 25 mínútna leik þegar hann setti boltann í netið eftir fyrirgjöf. Um tíu mínútum síðar komst Stjarnan yfir og aftur var Emil á ferðinni en markið var nánast afrit af fyrra markinu.

Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri. Tómas Bjarki Jónsson átti frábært skot þegar seinni hálfleikurinn var nokkra sekúndna gamall en Aron Dagur Birnuson varði frábærlega í horn. Upp úr horninu fékk Amin Cosic frábært tækifæri en skaut hátt yfir.

Valdimar Jóhannsson braut loksins ísinn í seinni hálfleik fyrir Njarðvík þegar hann átti skot í Guðmund Baldvin Nökkvason og í netið. Stuttu síðar kom Tómas Bjarki Njarðvík yfir þegar hann fékk boltann nánast á marklínu og eftirleikurinn auðveldur. Tómas fagnaði markinu af stakri snilld, Flikk, flakk og heljarstökk.

Sjö mínútur voru í uppbótatíma og í blálokin skoraði Örvar Eggertsson og kom Stjörnunni í framlengingu.

Stjarnan 3 - 3 Njarðvík (Framlenging í gangi)
0-1 Oumar Diouck ('2 )
1-1 Emil Atlason ('25 )
2-1 Emil Atlason ('36 )
2-2 Valdimar Jóhannsson ('64 )
2-3 Tómas Bjarki Jónsson ('67 )
3-3 Örvar Eggertsson ('90 )
Lestu um leikinn

Breiðablik er komið áfram eftir öruggan sigur á Fjölni. Tobias Thomsen kom liðinu yfir en hann hefur nú skorað í öllum þremur leikjunum á tímabilinu. Blikar voru með yfirburði í fyrri hálfleik en mörkin urðu ekki fleiri.

Breiðablik fékk vítaspyrnu eftir klukkutíma leik en Haukur Óli Jónsson varði frá Höskuldi Gunnlaugssyni, Valgeir Valgeirsson náði að fylgja á eftir og skoraði.

Blikar gengu á lagið síðasta stundafjórðunginn og unnu að lokum sannfærandi sigur.

Breiðablik 5 - 0 Fjölnir
1-0 Tobias Bendix Thomsen ('24 )
1-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('61 , misnotað víti)
2-0 Valgeir Valgeirsson ('61 )
3-0 Viktor Elmar Gautason ('77 )
4-0 Tumi Fannar Gunnarsson ('87 )
5-0 Ágúst Orri Þorsteinsson ('89 )
Lestu um leikinn

Það var dramatík ótrúleg dramatík fyrir vestan þar sem Vestir fékk HK í heimsókn.

Vestri náði tveggja marka forystu en HK gafst ekki upp og náði að jafna metin. Það stefndi allt í framlengingu, Daði Berg Jónsson virtist vera tryggja Vestra sigurinn þegar hann skoraði undir lokin.

HK-ingar voru ekki hættir því Jóhann Þór Arnarsson kom HK í framlengingu þegar hann negldi boltanum í netið á fjórðu mínútu uppbótatíma.

Vestri 3 - 3 HK (Framlenging í gangi)
1-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson ('22 )
2-0 Kristoffer Grauberg Lepik ('26 )
2-1 Dagur Orri Garðarsson ('30 )
2-2 Tumi Þorvarsson ('57 )
3-2 Daði Berg Jónsson ('90 )
3-3 Jóhann Þór Arnarsson ('90 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner