
Þorlákur Árnason var að vonum sáttur eftir sigur sinna stúlkna gegn FH, 7-0, á Samsung-vellinum í dag.
,,Þetta þróaðist bara eins og við vildum. Nýttum færin vel, fengum ekkert svakalega mikið af færum. Vindurinn var erfiður, ská með og á móti. Þessi glæsilegu mörk sem við skoruðum í fyrri hálfleik gerðu útum þetta," sagði Þorlákur.
,,Það er ekkert hægt að kvarta yfir frammistöðunni. Við höfum verið að spila vel og héldum því áfram í dag í heildina."
Þorlákur er ánægður með byrjunina á tímabilinu og segir liðið stefna á titilinn: ,,Við getum ekkert kvartað yfir því. Við fórum í leiki til að vinna og það er að takast núna. Það hefur aldrei verið leyndarmál síðan ég byrjaði hérna að við förum í öll mót til að vinna þau og það er engin trix á bakvið það."
Um mitt mótið kemur mánaðarhlé vegna EM kvenna í knattspyrnu, en þar verða líklegast eitthverjir leikmenn Stjörnunnar að spila. Aðspurður hvort hann væri hræddur við þetta hlé svaraði Þorlákur: Það reynir dálítið á þjálffræðina og maður veit ekki hversu marga leikmenn maður á sem eru að fara í þetta mót og það þarf að leggja saman og draga frá og margfalda," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, að lokum.
Athugasemdir