Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 18. maí 2022 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Ekki í fyrsta sinn sem Christensen dregur sig úr hópnum - „Ég verð að virða það"
Andreas Christensen
Andreas Christensen
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Andreas Christensn, varnarmaður Chelsea, vildi ekki vera í hóp liðsins gegn Liverpool í úrslitum enska bikarsins síðustu helgi en þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann biður Thomas Tuchel um að skilja sig eftir heima.

Danski miðvörðurinn verður samningslaus í sumar og er talið að hann gangi til liðs við Barcelona þegar sumarglugginn opnar en hann var hvergi sjáanlegur í hóp Chelsea þegar liðið mætti Liverpool síðustu helgi í úrslitum enska bikarsins.

Christensen bað Tuchel um að skilja sig eftir heima en stjórinn segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hann gerir þetta.

Tuchel getur ómögulega sagt til um það hvort Christensen taki þátt í síðustu tveimur leikjunum.

„Andreas kom til mín um morguninn fyrir leikinn til að láta mig vita af ákvörðun sinni. Hann sagði við mig að hann væri ekki klár að spila, hvorki byrja leikinn né vera á bekknum. Hann hafði sínar ástæður. Það er trúnaðarmál en þetta var ekki í fyrsta skiptið því þú getur séð það síðustu vikur að við höfum lent í svipaðri stöðu með þetta."

„Þess vegna spilaði hann ekki reglulega síðustu vikurnar. Við töldum þetta vera komið í ágætis farveg því hann spilaði mjög vel fyrir leikinn gegn Leeds og svo áttum við samtalið. Ég varð að virða það auðvitað."

„Hann fær okkar stuðning en ég er ekki viss með morgundaginn. Ég fékk mjög stuttan fyrirvara fyrir úrslitaleikinn, ekki bara fyrir þennan leik. Það voru aðrir leikir nokkrum vikum áður. Ég get ekki spáð fyrir því hvernig þetta verður á morgun eða um helgina,"
sagði Tuchel.
Athugasemdir
banner
banner