Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 18. maí 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emil Atlason framlengir í Garðabæ
Með boltann undir úlpunni eftir að hafa skorað þrennu
Með boltann undir úlpunni eftir að hafa skorað þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna. Gera má ráð fyrir að samningurinn gildi út næsta tímabil en það er ekki tekið fram í tilkynningu Stjörnunnar.

Emil kom til félagsins árið 2020 og hefur skorað fimmtán mörk í 44 leikjum. Í ár hefur hann skorað sex mörk í fyrstu sex leikjum Bestu deildarinnar.

„Við óskum honum innilega til hamingju með nýjan samning og hlökkum mikið til þess að fylgjast áfram með honum á þessu tímabili, sem og næstu tímabilum," segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Sjá einnig:
Ekki erfitt að taka Emil af velli - „Orðið mun flóknara en áður fyrr"
Besta tímabil Emils staðreynd eftir bara fimm leiki
Athugasemdir
banner
banner