Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. maí 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Senegal stendur með Gueye
Mynd: Getty Images

Idrissa Gana Gueye hefur fengið mikla gagnrýni eftir að hafa neitað að spila með PSG á alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð samkynhneigðra og kynsegins fólks.


Regnbogalitirnir voru aftan á treyju PSG í leiknum og neitaði Gueye að spila af trúarlegum ástæðum, þar sem hann er strangtrúaður múslimi.

Í kjölfarið hefur umræða farið í gang sem snýr að trúfrelsi og hommahatri, hvar þau mörk séu dregin, og einhverjir sem hafa kallað eftir að Gueye verði refsað.

Macky Sall, núverandi forseti og fyrrum forsætisráðherra Senegal, stendur með samlanda sínum í þessu máli og telur sjálfsagt að hann geri það sem hann vill í skjóli trúfrelsis.

„Ég stend með Idrissa Gana Gueye. Trú hans ber að virða," skrifaði Sall á Twitter.

Sjá einnig:
Gueye tók afstöðu gegn samkynhneigð
Neitaði að spila í treyju með regnbogalitunum


Athugasemdir
banner
banner
banner