Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 18. maí 2022 12:45
Elvar Geir Magnússon
Pogba mun velja milli Juventus og PSG
Franski landsliðsmaðurinn Paul Pogba.
Franski landsliðsmaðurinn Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain og Juventus berjast um Paul Pogba og franski miðjumaðurinn ku hafa hafið viðræður við bæði félög. Hann yfirgefur Manchester United á frjálsri sölu í sumar.

Pogba var einnig orðaður við Mancester City og Real Madrid en samkvæmt fréttum stendur val Pogba milli PSG og Juve.

PSG hefur boðið Pogba 350 þúsund pund í vikulaun og Juventus er einnig í viðræðum við hann. Ítalska félagið vill fá hann aftur til Tórínó en mun ekki geta borgað honum sömu laun og PSG er að bjóða.

Juve vonar að sterkar tilfinningar Pogba til félagsins muni gera félagið líklegra í baráttunni. Pogba hjálpaði Juventus að vinna átta titla á árunum 2012-2016.

Pogba stóð ekki undir væntingum eftir endurkomuna til Manchester United árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner