Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   mið 15. maí 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Inter að undirbúa tilboð í Albert og Juventus sagt í viðræðum
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: EPA
Albert fagnar í leik með íslenska landsliðinu.
Albert fagnar í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar eru mikið að velta fyrir sér framtíð Alberts Guðmundssonar sem mun að öllum líkindum yfirgefa Genoa í sumar, að loknu frábæru tímabili íslenska landsliðsmannsins.

La Gazzetta dello Sport segir að Inter muni bráðlega leggja fram formlegt tilboð í leikmanninn og Tuttosport, sem er með höfuðstöðvar í Tórínó, segir að Juventus sé í viðræðum við umboðsmenn hans. Viðræðum sem séu komnar vel á veg.

Tottenham ku hafa sent fyrirspurn fyrir nokkrum vikum og þá er Albert einnig orðaður við Napoli.

Í Gazzettunni er sagt að Inter sé að vinna í fjárhagsmálum sínum og ætli sér að selja Marko Arnautovic og Joaquin Correa sem eru ekki lengur í áætlunum félagsins.

Tilboð Inter gæti snúið að því að Albert komi fyrst á láni en félagið sé svo skyldugt að kaupa hann. Fleiri leikmenn gætu verið inn í samkomulaginu.

Genoa er með 35 milljóna evra verðmiða á Alberti en Inter gæti boðið Genoa leikmenn á borð við Mattia Zanotti og Martin Satriano til að lækka þá upphæð.

Tuttosport segir Juventus leiða baráttuna um Albert og sé að íhuga að gera svipað tilboð, félagið gæti boðið Genoa að fá Fabio Miretti, Enzo Barrenechea eða Tommaso Barbieri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner