
Klukkan 18:00 annað kvöld mætast kvennalandslið Íslands og Möltu á Laugardalsvelli. Íslenska liðið er í harðri baráttu um annað sætið í riðli sínum þegar fjórir leikir eru eftir hjá liðinu. Allir þeir leikir eru á heimavelli og markar þessi leikur gegn Möltu upphafið af þessari heimaleikjahrinu.
Stelpurnar voru að koma frá Danmörku þar sem þær gerðu jafntefli gegn heimastúlkum en landslið Möltu lék gegn Serbum á laugardag og biðu þar lægri hlut, 5-0. Íslenska liðið vann öruggan sigur á Möltu þegar þessar þjóðir mættust ytra fyrr á árinu og eru staðráðnar í því að fylgja því eftir á heimavelli.
Stelpurnar voru að koma frá Danmörku þar sem þær gerðu jafntefli gegn heimastúlkum en landslið Möltu lék gegn Serbum á laugardag og biðu þar lægri hlut, 5-0. Íslenska liðið vann öruggan sigur á Möltu þegar þessar þjóðir mættust ytra fyrr á árinu og eru staðráðnar í því að fylgja því eftir á heimavelli.
„Það er erfitt að vera búin að átta sig á því að við komumst líklega ekki á HM en stemningin í hópnum er engu að síður mjög góð," sagði Dóra María Lárusdóttir í samtali við Fótbolta.
„Vonandi fáum við góðan leik og skemmtilegan. Við unnum Möltu nokkuð örugglega í fyrri leiknum. Við viljum vinna þetta lið með meira en einu marki."
Dóra María hvetur fólk til að mæta á völlinn þó England og Úrúgvæ séu að mætast á sama tíma. „Ég held að það verði bragðdauft 0-0 jafntefli," sagði Dóra að lokum en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir