Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. júní 2021 09:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea býr til gott samband við Dortmund - Fyrsta boð í Varane
Powerade
Chelsea vill kaupa Erling Braut Haaland. Hér ræðir Haaland við Phil Foden, leikmann Manchester City.
Chelsea vill kaupa Erling Braut Haaland. Hér ræðir Haaland við Phil Foden, leikmann Manchester City.
Mynd: Getty Images
Varane er á óskalista Man Utd.
Varane er á óskalista Man Utd.
Mynd: EPA
Favre gæti tekið við Crystal Palace.
Favre gæti tekið við Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að sjálfu slúðri dagsins. Hér að neðan má sjá helstu molana sem BBC tók saman.



Everton vill reyna að kaupa Conor Coady (28), fyrirliða Wolves. (Football Insider)

Chelsea vill búa til gott samband við Borussia Dortmund þar sem Lundúnafélagið hefur áhuga á því að kaupa tvo af þeirra efnilegustu mönnum; Erling Braut Haaland (20) og Jude Bellingham (17). (Star)

Manchester United er búið að gera sitt fyrsta tilboð í franska miðvörðinn Raphael Varane (28). Tilboðið hljóðaði upp á 50 milljónir punda en Real Madrid vill fá 80 milljónir punda fyrir hann. (Manchester Evening News)

Eftir að Sergio Ramos (35) ákvað að fara frá Real Madrid, þá hóf spænska stórveldið viðræður við Varane um nýjan samning í von um að endursemja við hann. (Times)

Achraf Hakimi (22), hægri bakvörður Inter, er búinn að samþykkja að ganga í raðir Chelsea. Talið er að Inter vilji fá 43 milljónir punda og Marcos Alonso fyrir Hakimi. (Ekrem Konur)

PSG er að undirbúa 60 milljón punda tilboð í Hakimi. (Footmercato)

Roma mun reyna að kaupa Douglas Luiz (23) frá Aston Villa ef félaginu tekst ekki að kaupa Granit Xhaka (28) frá Arsenal. (Gazzetta dello Sport)

Wolves er að íhuga að semja við sóknarmanninn Diego Costa (32) sem er án félags. (UOL)

Fernandinho (36) er búinn að samþykkja nýjan eins árs samning við Manchester City. (Mail)

Crystal Palace hefur sett sig í samband við umboðsmenn Lucien Favre, fyrrum stjóra Borussia Dortmund. Hann gæti tekið við Palace af Roy Hodgson. (Guardian)

Albert Lokonga (21), miðjumaður Anderlecht, og Aaron Ramsdale (23), markvörður Sheffield United, eru á óskalista Mikel Arteta, stjóra Arsenal. Lokonga er metinn á 17,5 milljónir punda. (Goal)

Youri Tielemans (24) mun skrifa undir nýjan samning við Leicester eftir miklar sögusagnir um framtíð hans. Miðjumaðurinn hefur verið orðaður við bæði Liverpool og Manchester United. (Leicester Mercury)

Leicester er búið að auka áhuga sinn á Patson Daka (22), sóknarmanni Salzburg. (Telegraph)

Jesse Lingard (28) mun ræða við Manchester United um framtíð sína þegar undirbúningstímabilið hefst í næsta mánuði. West Ham vill kaupa hann eftir frábæra lánsdvöl hans hjá félaginu. (Star)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fylgist með sóknarmanninum Alexander Isak (21), sem leikur með Real Sociedad og sænska landsliðinu. Isak skoraði 17 mörk í La Liga á síðustu leiktíð og hjálpaði Sociedad að vinna spænska bikarinn. (Express)

Brighton féll á síðustu hindrun í kaupum sínum á framherjanum Nicolas Gonzalez (23) frá Stuttgart. Brighton ætlaði sér að borga félagsmetsfé fyrir hann, 25 milljónir punda. Gonzalez virðist vera að ganga í raðir Fiorentina frekar. (Sky í Þýskalandi)
Athugasemdir
banner
banner
banner