Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Bruyne: Eins og ég sé nýkominn frá tannlækni
Kevin de Bruyne.
Kevin de Bruyne.
Mynd: EPA
Kevin de Bruyne, sá stórkostlegi miðjumaður, kom inn á sem varamaður í hálfleik í gær Belgía mætti Danmörku á Evrópumótinu. De Bruyne gjörbreytti leiknum; skoraði eitt og lagði upp eitt er Belgía kom til baka og lagði Danmörku, 2-1.

Þetta var fyrsti leikur De Bruyne frá því hann meiddist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Chelsea. Hann fékk slæmt höfuðhögg í úrslitaleiknum og er enn ekki heill heilsu eftir það.

„Ég finn ekki fyrir neinu vinstra megin í andlitinu, það er eins og ég sé nýbúinn að heimsækja tannlækni," sagði De Bruyne eftir sigurinn á Dönum.

„Þetta hafði mikil áhrif á taugarnar í andlitinu og gæti tekið allt að sex mánuði að jafna sig alveg. Þetta er ekki þægilegt, en það mikilvægasta er að ég get spilað."

Fagnaði ekki
De Bruyne skoraði sigurmarkið en fagnaði því ekki. Það voru miklar tilfinningar á vellinum hjá dönsku áhorfendunum. Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, fór í hjartastopp í síðasta leik en sem betur fer tókst að bjarga lífi hans.

„Ég var auðvitað ánægður en ég ber of mikla virðingu fyrir áhorfendunum," sagði De Bruyne.
Athugasemdir
banner
banner
banner