Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 18. júní 2021 22:48
Sverrir Örn Einarsson
Gústi Gylfa: Reynum að treysta því að menn haldi sér inn á vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Við töpum í rauninni jöfnum leik í lokin. Aftur gerist það hjá okkur síðustu fimm mínúturnar í leiknum. Þetta var bara í járnum “
Voru fyrstu viðbrögð Ágústs Gylfasonar þjálfara Gróttu sem þurfti að bíta í það súra epli annan leikinn í röð að tapa leik þar sem sigurmark andstæðingana kemur í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Grótta

Vendipunktur leiksins verður á 85.mínútu þegar miðvörðurinn stóri og stæðilegi Arnar Þór Helgason fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fyrr í leiknum hafði Sigurvin Reynisson fyrirliði Gróttu sloppið með skrekkinn eftir að hafa aðeins fengið gult spjald eftir ljóta tæklingu og kippti Ágúst honum því sem næst samstundis út af. Eftir á að hyggja hefði Ágúst mögulega átt að gera slíkt hið sama við Arnar?

„Addi er okkar hafsent og var búinn að verjast mjög vel í leiknum og þá er erfitt að taka þannig póst útaf vellinum svona seint í leiknum. Auðvitað var hann kominn með gult spjald en við bara reynum að treysta því að menn haldi sér inn á vellinum. “

Undir lok leiks missti Grótta Kára Daníel Alexandersson meiddann af velli og úr stúkunni leit út fyrir að hann væri sárkvalinn og að meiðslin væru slæm. Um hans ástand sagði Ágúst.

„Þetta lítur betur út en á horfðist. Hann var borinn út af en við vonumst til að þetta verði ekki langvarandi en við þurfum að fá myndatöku og annað af hnénu og sjáum svo hvað setur.“

Sagði Ágúst en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner