Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
banner
   fös 18. júní 2021 22:48
Sverrir Örn Einarsson
Gústi Gylfa: Reynum að treysta því að menn haldi sér inn á vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Við töpum í rauninni jöfnum leik í lokin. Aftur gerist það hjá okkur síðustu fimm mínúturnar í leiknum. Þetta var bara í járnum “
Voru fyrstu viðbrögð Ágústs Gylfasonar þjálfara Gróttu sem þurfti að bíta í það súra epli annan leikinn í röð að tapa leik þar sem sigurmark andstæðingana kemur í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Grótta

Vendipunktur leiksins verður á 85.mínútu þegar miðvörðurinn stóri og stæðilegi Arnar Þór Helgason fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fyrr í leiknum hafði Sigurvin Reynisson fyrirliði Gróttu sloppið með skrekkinn eftir að hafa aðeins fengið gult spjald eftir ljóta tæklingu og kippti Ágúst honum því sem næst samstundis út af. Eftir á að hyggja hefði Ágúst mögulega átt að gera slíkt hið sama við Arnar?

„Addi er okkar hafsent og var búinn að verjast mjög vel í leiknum og þá er erfitt að taka þannig póst útaf vellinum svona seint í leiknum. Auðvitað var hann kominn með gult spjald en við bara reynum að treysta því að menn haldi sér inn á vellinum. “

Undir lok leiks missti Grótta Kára Daníel Alexandersson meiddann af velli og úr stúkunni leit út fyrir að hann væri sárkvalinn og að meiðslin væru slæm. Um hans ástand sagði Ágúst.

„Þetta lítur betur út en á horfðist. Hann var borinn út af en við vonumst til að þetta verði ekki langvarandi en við þurfum að fá myndatöku og annað af hnénu og sjáum svo hvað setur.“

Sagði Ágúst en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner