Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 12:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hólmbert stoppar stutt á Ítalíu
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson er að ganga í raðir Holstein Kiel í Þýskalandi.

Það er vefmiðillinn 433.is sem greinir frá þessu.

Hólmbert er 28 ára gamall en hann gekk í raðir Brescia á Ítalíu í október á síðasta ári.

Hann hefur verið mikið meiddur frá því hann kom til Brescia og ekki spilað mikið. Hann spilaði alls 93 mínútur í ítölsku B-deildinni frá því hann kom til Brescia.

Í grein 433.is segir að Brescia sé búið að samþykkja tilboð Holstein Kiel í Hólmbert.

Holstein Kiel leikur í þýsku B-deildinni og hafnaði þar í þriðja sæti á síðustu leiktíð. Liðið tapaði gegn Köln í umspili um að komast upp í efstu deild. Félagið kom einnig á óvart í bikarkeppninni og komst alla leið í undanúrslit þar. Liðið sló meðal annars Bayern München úr leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner