Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. júní 2021 08:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leitin heldur áfram: Gattuso tekur ekki við Tottenham
Mynd: Getty Images
Núna er hægt að bæta Gennaro Gattuso á lista yfir knattspyrnustjóra sem mun ekki taka við Tottenham.

Gattuso ræddi við enska úrvalsdeildarfélagið í gær eftir að það kom í ljós að Paul Fonseca yrði ekki ráðinn.

Þetta vakti hörð viðbrögð hjá stuðningsmönnum Spurs sem vildu ekki sjá Gattuso. Gömul ljót ummæli hans um konur, samkynhneigða og fleira voru grafin upp og fóru þau í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myllumerkið #NoToGattuso eða #NeiViðGattuso var mjög vinsælt á samfélagsmiðlum.

Núna er það ljóst að Tottenham ræður hann ekki og segir ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano að rödd stuðningsmanna hafi þar spilað stóran þátt.

Gattuso vann eiginlega allt sem hægt var að vinna sem leikmaður AC Milan og varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu árið 2006.

Hans fyrsta þjálfarastarf var hjá Sion í Sviss en síðan hefur hann stýrt Palermo, AC Milan og Napoli ásamt Pisa og OFI Crete. Hann tók við Fiorentina fyrir þremur vikum en er hættur þar eftir ágreining um leikmannamál.

Jose Mourinho var rekinn frá félaginu 19. apríl. Ryan Mason kláraði tímabilið sem stjóri liðsins og endaði Tottenham í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Það hefur gengið ótrúlega illa að finna nýjan stjóra.


Athugasemdir
banner
banner
banner