Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 20:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Staðan norðan heiða „alveg skelfileg"
KA á Dalvíkurvelli í maí.
KA á Dalvíkurvelli í maí.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á sunnudag mætast KA og Valur í toppbaráttuslag í Pepsi Max-deildinni. Leikurinn fer fram á Dalvíkurvelli þar sem Greifavöllur er ekki klár. Þetta verður þriðji heimaleikur KA í sumar og hafa þeir allir farið fram á gervigrasinu á Dalvík.

Gunnar Egill Daníelsson á mbl.is ræddi við Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, um stöðuna á heimavelli KA í dag.

„Það er bara al­mennt slæm staðan á grasi hérna norðan heiða. Greifavöllur og æf­inga­svæðið okk­ar hef­ur komið hrika­lega illa und­an vetri," sagði Sævar.

„Eini grasvöll­ur­inn sem er þol­an­leg­ur er í raun Þór­svöll­ur, sem er upp­hitaður, en hann er samt ekki betri en það að hann höndlar bara ekki eitt meist­ara­flokkslið í viðbót. Það var frjálsíþrótta­mót þar um síðustu helgi, Þór er að spila þar (spilaði þar í kvöld) og Þór/​KA líka. Hvað fótboltann varðar var ekki gott að þar var verið að kasta spjót­um og kringl­um um síðustu helgi."

„Á meðan það er slydda og kuldakast hérna þá ger­ist bara voða lítið. Þetta er al­veg skelfi­leg staða,“
sagði Sæv­ar.

Sævar vonast til þess að næsti heimaleikur KA, gegn KR þann 5. júlí geti farið fram á Greifavellinum.

Smelltu hér til að sjá viðtalið í heild sinni á vef Morgunblaðsins.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner