Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 18. júní 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Giovanni Rossi verður ráðinn með De Zerbi til Marseille
Mynd: Getty Images
Roberto De Zerbi er að taka við franska félaginu Olympique de Marseille og fær hann að taka nokkra lykilstarfsmenn með sér.

Ítalinn Giovanni Rossi verður ráðinn sem tæknilegur yfirmaður og mun hann starfa náið samhliða samlanda sínum, en þeir þekkjast mjög vel eftir að hafa starfað saman hjá Sassuolo við mjög góðan orðstír.

Þeir fá báðir þriggja ára samning hjá Marseille, sem á mikið vonbrigðatímabil að baki í frönsku deildinni þar sem liðið endaði í áttunda sæti.

Marseille er með sterkan leikmannahóp og komst alla leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar, en tapaði þar fyrir Atalanta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner