Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
Halli Hróðmars: Hvernig við vörðumst fyrir framan markið var til fyrirmyndar
Donni: Við vorum með vitlaust leikplan
Elísa Lana: Boltinn þurfti að detta inn í dag
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
Guðrún Jóna: Erfitt þegar þú ert með lítinn hóp
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
   þri 18. júní 2024 22:20
Þorsteinn Haukur Harðarson
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta er fyrsti sigur í deild gegn KR síðan 2016 þegar Garðar Gunnlaugs skoraði geggjað mark í Frostaskjólinu. Þetta var frábær sigur. Mér fannst við stórkostlegir í fyrri hálfleik og ótrúlegt að við höfum farið inn í hálfleikinn án þess að skora," sagði glaðlyndur Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 2-1 sigur gegn KR í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

"Ég hef svo mikla trú á þessum hóp að það var aldrei spurning í mínum huga að við myndum vinna þennan leik. Það var auðvitað hundleiðinlegt að setja einhverja spennu í þetta í lokin en mér fannst sigurinn fyllilega verðskuldaður og rúmlega það."

KR minnkaði muninn í uppbótartíma og fékk svo hornspyrnu alveg í lokin. Voru taugarnar þandar þá?

"Já og nei. Það hefði auðvitað verið hræðilegt að missa þetta niður í jafntefli. En við áttum sigurinn fyllilega skilið."

Eftir leikinn situr ÍA í 4. sæti deildarinnar. Hefði Jón ekki tekið því fyrir mótið? "Það er langt eftir af tímabilinu. Það er enginn tímapunkur að spá í það núna. En við erum ánægðir með holninguna á liðinu og hópnum."

Allt viðtalið við Jón Þór má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner