Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
Jökull um bróður sinn: Djöfulsins skepna
Maggi: Þurfum að vera grimmari þegar við erum að sækja
Heimir: Leikmenn í mínu liði sem eru ekki klárir í það
„Sýnt hver hann er að hafa komið hingað og þorað að fara í alvöruna"
Lifir eins og atvinnumaður - „Lífið leikur við mig"
Konni eftir tap Tindastóls: Spiluðum frábæran bolta
   þri 18. júní 2024 22:20
Þorsteinn Haukur Harðarson
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta er fyrsti sigur í deild gegn KR síðan 2016 þegar Garðar Gunnlaugs skoraði geggjað mark í Frostaskjólinu. Þetta var frábær sigur. Mér fannst við stórkostlegir í fyrri hálfleik og ótrúlegt að við höfum farið inn í hálfleikinn án þess að skora," sagði glaðlyndur Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 2-1 sigur gegn KR í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

"Ég hef svo mikla trú á þessum hóp að það var aldrei spurning í mínum huga að við myndum vinna þennan leik. Það var auðvitað hundleiðinlegt að setja einhverja spennu í þetta í lokin en mér fannst sigurinn fyllilega verðskuldaður og rúmlega það."

KR minnkaði muninn í uppbótartíma og fékk svo hornspyrnu alveg í lokin. Voru taugarnar þandar þá?

"Já og nei. Það hefði auðvitað verið hræðilegt að missa þetta niður í jafntefli. En við áttum sigurinn fyllilega skilið."

Eftir leikinn situr ÍA í 4. sæti deildarinnar. Hefði Jón ekki tekið því fyrir mótið? "Það er langt eftir af tímabilinu. Það er enginn tímapunkur að spá í það núna. En við erum ánægðir með holninguna á liðinu og hópnum."

Allt viðtalið við Jón Þór má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner