Fylkir fékk Vestra í heimsókn fyrr í kvöld, leikar enduðu 3-2 fyrir Árbæingum í stórskemmtilegum leik. Þetta er annar sigur Fylkis í Bestu-deildinni í sumar.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis mætti í viðtal eftir leik.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 2 Vestri
„Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur að vinna, til að komast nær þessum liðum fyrir ofan okkur. Við settum þetta upp eins og úrslitaleik eins og gegn HK, við erum búnir að vinna þá báða."
„Við vorum agaðir og skipulagðir í okkar leik. Enda skoruðum við þrjú góð mörk, varamennirnir koma inná og breyta leiknum. Svo á Óli markvörslu sem þýðir að við vinnum leikinn, gríðarlega jákvætt."
Daði Ólafsson var í leikmannahópi Fylkis en hann er búinn að glíma við krossbandaslit í tæpt eitt og hálft ár. Unnar Steinn kom inná en hann er einnig búinn að glíma við meiðsli.
„Þessir strákar eru búnir að vinna hart að því að ná sér aftur á strik. Þetta skilar sér þessi langerfiða vinna að koma sér úr erfiðum meiðslum."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir