Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 15:39
Elvar Geir Magnússon
Úrhelli í Dortmund - Minnir á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Núna klukkan 16:00 mætast Tyrkland og Georgíu á Evrópumótinu á rennblautum velli í Dortmund.

Það hefur hellirignt í þýsku borginni í aðdraganda leiksins og þakið á leikvangnum er ekki að höndla úrhellið. Fjölmiðlamenn á staðnum tala um að ástandið minni á Old Trafford.

Hér má sjá myndir frá Dortmund og fróðlegt að sjá hversu mikil áhrif veðrið mun hafa á komandi leik sem spilaður verður á rennblautum vellinum.
Athugasemdir
banner
banner