Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
Sandra Sig: Viltu heiðarlegt svar?
Donni: 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Óskar Smári: Við grétum aðeins saman ég og systir mín
Kristján Guðmunds: Eigum að fá meira úr því sem við erum að gera
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
   fim 18. júlí 2019 22:14
Unnar Jóhannsson
Sigurður: Ég auglýsi eftir stelpum sem vilja koma inn á
Finnst félagaskiptaumhverfið í neðri deildum sérstakt
Kvenaboltinn
Sigurður var sáttur með sínar stelpur í kvöld
Sigurður var sáttur með sínar stelpur í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Sigurþórsson þjálfari ÍR var skiljanlega sáttur með sínar stelpur eftir 0-1 tap fyrir Haukum í Inkasso deildinni í kvöld en ÍR-liðið barðist vel allan tímann.
„Þéttur varnarleikur og barátta allan tímann, það þurfti ódýra vítaspyrnu til að brjóta okkur." sagði Sigurður þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð eftir leik.

„Hún verður eitthvað svipuð held ég, við vissum það þegar við tókum þetta verkefni að okkur að þetta yrði ströggl, við höfum reynt að safna liði en það er ekki vinsælt að fara í botnliðið." bætti hann við þegar hann var spurður um seinni umferðina.

Lestu um leikinn: ÍR 0 -  1 Haukar

„Ég veit það ekki, ég vona ekki, ungu stelpurnar hafa ekki verið að spila mikið, en þær hafa látið sig dreyma að skipta og spila í 3.flokki einhversstaðar en við höfum ekki breiddina í að missa leikmenn. Ég vona að það komi einhver til okkar, það er sóun að sitja á bekknum og horfa á leikinn, þá getur fólk alveg eins mætt í stúkuna " sagði hann þegar hann var spurður út í félagaskiptagluggann en hann vill að skoðaðar séu reglur í sambandi við félagaskipti í neðri deildum, leikmenn megi bara skipta tvisvar um félag sem gerir það að verkum að leikmenn eru tregari við að skipta og prófa, einnig talaði hann um að það væri skrýtið að lið í Inkasso kvenna mætti ekki gera samning við sína leikmenn og gætu þar af leiðandi ekki lánað þær.

„Við eigum harma að hefna við ætlum að taka þær 10-0." sagði hann og hló þegar spurt var um næsta leik á móti Þrótti R en fyrsti leikur tímabilsins tapaðist 10-0 á móti þeim.

Nánar er rætt við Sigurð í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner