Finnst félagaskiptaumhverfið í neðri deildum sérstakt

Sigurður Sigurþórsson þjálfari ÍR var skiljanlega sáttur með sínar stelpur eftir 0-1 tap fyrir Haukum í Inkasso deildinni í kvöld en ÍR-liðið barðist vel allan tímann.
„Þéttur varnarleikur og barátta allan tímann, það þurfti ódýra vítaspyrnu til að brjóta okkur." sagði Sigurður þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð eftir leik.
„Hún verður eitthvað svipuð held ég, við vissum það þegar við tókum þetta verkefni að okkur að þetta yrði ströggl, við höfum reynt að safna liði en það er ekki vinsælt að fara í botnliðið." bætti hann við þegar hann var spurður um seinni umferðina.
„Þéttur varnarleikur og barátta allan tímann, það þurfti ódýra vítaspyrnu til að brjóta okkur." sagði Sigurður þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð eftir leik.
„Hún verður eitthvað svipuð held ég, við vissum það þegar við tókum þetta verkefni að okkur að þetta yrði ströggl, við höfum reynt að safna liði en það er ekki vinsælt að fara í botnliðið." bætti hann við þegar hann var spurður um seinni umferðina.
Lestu um leikinn: ÍR 0 - 1 Haukar
„Ég veit það ekki, ég vona ekki, ungu stelpurnar hafa ekki verið að spila mikið, en þær hafa látið sig dreyma að skipta og spila í 3.flokki einhversstaðar en við höfum ekki breiddina í að missa leikmenn. Ég vona að það komi einhver til okkar, það er sóun að sitja á bekknum og horfa á leikinn, þá getur fólk alveg eins mætt í stúkuna " sagði hann þegar hann var spurður út í félagaskiptagluggann en hann vill að skoðaðar séu reglur í sambandi við félagaskipti í neðri deildum, leikmenn megi bara skipta tvisvar um félag sem gerir það að verkum að leikmenn eru tregari við að skipta og prófa, einnig talaði hann um að það væri skrýtið að lið í Inkasso kvenna mætti ekki gera samning við sína leikmenn og gætu þar af leiðandi ekki lánað þær.
„Við eigum harma að hefna við ætlum að taka þær 10-0." sagði hann og hló þegar spurt var um næsta leik á móti Þrótti R en fyrsti leikur tímabilsins tapaðist 10-0 á móti þeim.
Nánar er rætt við Sigurð í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir