Alejandro Garnacho var verulega pirraður eftir að hafa ekki fengið að byrja hjá Manchester United gegn Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær.
Garnacho sjálfur lýsti því yfir eftir leikinn og þá var bróðir hans gagnrýninn á Rúben Amorim, stjóra liðsins.
Garnacho sjálfur lýsti því yfir eftir leikinn og þá var bróðir hans gagnrýninn á Rúben Amorim, stjóra liðsins.
„Auðvitað er þetta erfitt fyrir alla," sagði Garnacho við argentínska fjölmiðla eftir leikinn í gær.
„Þetta tímabil var ömurlegt. Okkur skorti mikið. Þegar þú skorar ekki mörk, þá þarftu alltaf meira."
Garnacho viðurkenndi svo að hann væri ósáttur. „Fram að úrslitaleiknum, þá byrjaði ég alla leiki í keppninni. Ég spilaði 20 mínútur í dag og ég veit ekki af hverju."
Hann vildi ekki staðfesta að framtíð sín væri hjá Man Utd en þessi tvítugi kantmaður var orðaður við Chelsea og Napoli í síðasta janúarglugga.
„Ég ætla að reyna að njóta sumarsins og sjá svo hvað gerist," sagði Garnacho.
Athugasemdir