Guglielmo Vicario, markvörður Tottenham, skrifaði sig í sögubækurnar ásamt liðsfélögum sínum er liðið vann Evrópudeildina í gær.
Tottenham lagði Manchester United að velli, 1-0, í Bilbao, en Brennan Johnson gerði eina markið undir lok fyrri hálfleiks.
„Þetta er ótrúlegt. Við skrifuðum okkur, í orðsins fyllstu merkingu, í sögubækurnar,“ sagði Vicario á TNT.
Vicario átti margar góðar vörslur en það kom upp eitt atvik þar sem hann misreiknaði boltann svakalega og fékk Rasmus Höjlund dauðafæri fyrir opnu marki, en Micky van de Ven var fljótur að hlaupa á línuna og tókst honum að bjarga á ævintýralegan hátt.
„Björgun Micky van de Ven á línu var stórkostlegt og vissum við fyrir leikinn að við þyrftum framlag frá öllum. Við gerðum okkar og núna er kominn tími til að fagna,“ sagði Vicario.
Athugasemdir