Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   fim 22. maí 2025 11:45
Elvar Geir Magnússon
Titilbaráttuliðin Napoli og Inter spila lokaleiki sína á morgun - Mögulegur úrslitaleikur á mánudag
Francesco Acerbi og Amir Rrahmani.
Francesco Acerbi og Amir Rrahmani.
Mynd: EPA
Napoli og Inter leika sína leiki í lokaumferð ítölsku A-deildarinnar annað kvöld, föstudag. Aðrir leikir umferðarinnar verða á sunnudag en þessir tveir leikir voru færðir fram.

Napoli er með eins stigs forystu á Inter fyrir lokaumferðina og verður því öruggt með titilinn ef liðið vinnur Cagliari á heimavelli. Á sama tíma er Inter í heimsókn hjá Como.

föstudagur 23. maí
18:45 Como - Inter
18:45 Napoli - Cagliari

Af hverju voru þessir leikir færðir?
Inter komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið mun mæta PSG annan laugardag. Af þeim sökum yrði leikjadagskráin ansi þétt ef kæmi til úrslitaleik um Ítalíumeistaratitilinn.

Reglurnar á Ítalíu eru nefnilega þannig að ef lið enda jöfn að stigum þá er stakur úrslitaleikur um Ítalíumeistaratitilinn á heimavelli þess liðs sem er með betri markatölu.

Ef til úrslitaleiks í ítölsku A-deildinni kæmi þá er hægt að spila hann á mánudaginn og þar með gefa Inter gott svigrúm í undirbúning fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ítalska deildin leggur áherslu á að hjálpa þeim liðum sem komast langt í Evrópukeppnum.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir