Ruud van Nistelrooy mun hætta sem stjóri Leicester City eftir lokuamferð ensku úrvalsdeildarinnar en liðið á leik gegn Bournemouth á sunnudag.
Forráðamenn Leicester hafa enn ekki ákveðið hver muni taka við stjórastöðunni en Russell Martin, fyrrum stjóri Southampton, og Danny Rohl, stjóri Sheffield Wednesday, eru helstu kandídatar.
Samkvæmt fréttum hefur Leicester nú þegar haft samband við umboðsmenn Martin, þó engar formlegar samningaviðræður hafi átt sér stað. Rohl er einnig í umræðunni.
Viðræður um starfslok Van Nistelrooy munu fara í gang í næstu viku en Leicester féll úr ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir