Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafa rætt við bæði Gerrard og son Ancelotti
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: EPA
Skoska félagið Rangers er í stjóraleit og hefur rætt við bæði Steven Gerrard og David Ancelotti, son Carlo Ancelotti.

Þeir eru bara á meðal þeirra nafna sem Rangers hefur rætt við en það eru fleiri á listanum, eins og til dæmis Russell Martin sem stýrði síðast Southampton.

Þá eru Danny Röhl, Rob Edwards og Gary O'Neil einnig á óskalistanum.

Rangers er ekkert að flýta sér og er óvíst hvenær nýr stjóri verður ráðinn.

Gerrard, sem var lengi vel fyrirliði Liverpool, er fyrrum stjóri Rangers og stýrði liðinu til meistaratitils 2021. Hann þykir býsna líklegur í starfið.
Athugasemdir
banner
banner