Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 13:53
Elvar Geir Magnússon
Systraslagur hefst á RÚV 1. júní - „Barátta innan vallar sem utan“
Kvenaboltinn
„Það hefur verið ótrúlega áhugavert að kafa í sögu kvennalandsliðsins“
„Það hefur verið ótrúlega áhugavert að kafa í sögu kvennalandsliðsins“
Mynd: Atlavík
Systraslagur eru nýir sjónvarpsþættir sem hefja göngu sína sunnudaginn 1. júní á RÚV en þeir fjalla um sögu kvennalandsliðsins. Hér að neðan má sjá brot úr þáttunum sem eru framleiddir af Atlavík.

„Það hefur verið ótrúlega áhugavert að kafa í sögu kvennalandsliðsins. Hún teygir sig víða og hefur einkennst af baráttu innan vallar sem utan, og þáttaröðin tekur utan um hana með metnaðarfullum hætti. Þetta er mjög skemmtilegir þættir og við Atlavíkurmenn og aðstandendur erum stolt af þessari þáttaröð," segir Hannes Þór Halldórsson hjá Atlavík en þættirnir verða alls fimm.

„Hugmyndin fæddist eftir að við gerðum þàttaröðina Skaginn. Hún gekk vel og ég vildi halda áfram með þetta format, að taka fyrir sögu íþróttaliðs með svipuðum hætti. En vandamálið var að ekkert íslenskt félagslið toppar þennan ótrúlega tíma Skagaliðsins og ég fann ekki viðfangsefni sem stæðist samanburðinn við Skagaliðið, þangað til hugmyndin um að taka fyrir íslenska kvennalandsliðið kveiknaði. Þar eru sögur, leikmenn, þjálfarar og aðstæður sem ótrúlega áhugavert er að hitta aftur og fjalla um og við fundum að þetta væri efniviður í gott sjónvarp."

Mun eitthvað koma áhorfendum á óvart?

„ Fyrstu ár kvennalandsliðsins er saga sem ekki hefur oft verið sögð og aldrei með þessum hætti. Auk þess hefur ýmislegt gengið á utan vallar og við köfum ofan í þetta allt. Þannig að já er svarið," segir Hannes.


Athugasemdir
banner
banner