Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Glaðasti maður heims - „Kannski missi ég af fluginu“
Mynd: EPA
Enginn var glaðari en fyrirliðinn Heung-Min Son þegar Tottenham vann Evrópudeildin í Bilbao í gær.

Það er óumdeilanlegt að Son hefur verið einn af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar síðustu tíu ár en vantaði bara titil í safnið.

Hann hafði ekki heldur unnið hjá þeim félögum sem hann spilaði með áður.

Son mætti í viðtal til TNT eftir leikinn í gær og gat ekki hætt að brosa.

„Segjum bara að ég sé goðsögn. Ég meina af hverju ekki? En bara í dag!“

„Engum hefur tekist þetta í 17 ár, þannig segjum að ásamt frábærum leikmönnum að ég sé goðsögn félagsins.“

„Þetta er það sem mig hefur dreymt um að gera. Dagurinn í dag gerðist og nú er ég glaðasti maður heims.“

„Þegar þú horfir á tímabilið í heild sinni þá mun alltaf koma upp sú staða þar sem þú gengur í gegnum erfiðleika, en við leikmennirnir héldum alltaf hópinn.“

„Ég fann fyrir pressunni og þráði þetta svo mikið. Síðustu sjö daga hefur mig dreymt þennan leik hverja einustu nótt og loksins gerðist þetta. Nú get ég sofið rótt!“

„Við getum fagnað í dag þannig gerum daginn ógleymanlegan og það gæti jafnvel farið svo að ég missi af fluginu,“
sagði Son í lokin.
Athugasemdir
banner