Guardian greinir frá því að Rúben Amorim fái tæplega 100 milljónir punda til að nota í leikmannakaup í sumar. Þá er sagt að hann hafi áfram fullan stuðning stjórnarinnar þrátt fyrir tapið gegn Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Portúgalinn fær nú sitt fyrsta undirbúningstímabil með liðinu.
Sóknarleikmennirnir Matheus Cunha hjá Wolves og Liam Delap hjá Ipswich Town eru helstu skotmörk Amorim. Verð á Delap er 30 milljónir punda en Newcastle og Chelsea hafa einnig áhuga á honum. Talið er að United sé komið nálægt kaupum á Cunha sem er með 62,5 milljóna punda riftunarákvæði.
Félagið mun hlusta á tilboð í leikmenn, þar á meðal Alejandro Garnacho sem sagði eftir leik í gær að framtíð sín væri í óvissu.
Athugasemdir