Það kemur fáum á óvart að Jack Grealish hafi verið síðasti maður út úr kveðjupartíi Kevin De Bruyne sem haldið var á veitingastað í miðborg Manchester.
Götublaðið Daily Mail greinir frá því að Grealish hafi yfirgefið staðinn klukkan 1:35, síðastur allra leikmanna City en nokkrum mínútum áður hafði De Bruyne farið út með eiginkonu sinni, Michele Lacroix.
De Bruyne er að kveðja City eftir áratug hjá félaginu en á þeim tíma vann hann sextán titla, þar á meðal ensku úrvalsdeildina sex sinnum og Meistaradeildina einu sinni.
Vinir, vandamenn og liðsfélagar mættu í kveðjupartíið. Phil Foden og kærasta hans Rebecca Cooke voru í góðum gír. Pep Guardiola kíkti við en athygli vakti að hann kom hjólandi.
Þá er sagt að norska stjarnan Erling Haaland hafi verið skynsamari en flestir liðsfélagar sínir og yfirgefið gleðskapinn fyrir klukkan eitt ásamt kærustu sinni Isabel Haugseng Johansen.
Götublaðið Daily Mail greinir frá því að Grealish hafi yfirgefið staðinn klukkan 1:35, síðastur allra leikmanna City en nokkrum mínútum áður hafði De Bruyne farið út með eiginkonu sinni, Michele Lacroix.
De Bruyne er að kveðja City eftir áratug hjá félaginu en á þeim tíma vann hann sextán titla, þar á meðal ensku úrvalsdeildina sex sinnum og Meistaradeildina einu sinni.
Vinir, vandamenn og liðsfélagar mættu í kveðjupartíið. Phil Foden og kærasta hans Rebecca Cooke voru í góðum gír. Pep Guardiola kíkti við en athygli vakti að hann kom hjólandi.
Þá er sagt að norska stjarnan Erling Haaland hafi verið skynsamari en flestir liðsfélagar sínir og yfirgefið gleðskapinn fyrir klukkan eitt ásamt kærustu sinni Isabel Haugseng Johansen.
The Kevin De Bruyne farewell party. ????????
— City Xtra (@City_Xtra) May 22, 2025
???? Eamonn & James Clarke pic.twitter.com/mLjEtIF8Zl
Athugasemdir