Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   sun 18. júlí 2021 14:46
Brynjar Ingi Erluson
Everton og West Ham berjast um varnarmann Barcelona
Clement Lenglet á leið til Englands?
Clement Lenglet á leið til Englands?
Mynd: Getty Images
Everton og West Ham eru í viðræðum við Barcelona um franska varnarmanninn Clement Lenglet. Það er tyrkneski blaðamaðurinn Ekrem Konur sem segir frá þessu á Twitter.

Barcelona er opið fyrir því að selja þennan 26 ára gamla miðvörð en hann spilaði 33 deildarleiki fyrir liðið á síðustu leiktíð.

Spænska félagið þarf að losa sig við leikmenn vegna fjárhagsörðuleika og eru Börsungar til í að lána Lenglet út þessa leiktíð.

Everton og West Ham eru í viðræðum við Barcelona um að fá hann á láni samkvæmt tyrkneska blaðamanninum Ekrem Konur.

Lenglet hefur spilað reglulega með Barcelona frá því hann kom frá Sevilla árið 2018 en hann hefur samtals spilað 133 leiki á þremur tímabilum.

Hann fór með Frökkum á EM í sumar en byrjaði aðeins einn leik, gegn Sviss í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner