Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   mán 18. júlí 2022 11:19
Elvar Geir Magnússon
Heimir hættur hjá Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson hefur látið af störfum hjá Val. Í yfirlýsingu frá Val er honum þakkað fyrir hans starf og óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Tímabilið hjá Val í fyrra voru mikil vonbrigði og leikur liðsins ekki staðið undir væntingum á þessu tímabili heldur. Valur tapaði fyrir ÍBV í gær en Eyjamenn voru án sigurs fyrir leikinn.

Valur er í fimmta sæti Bestu deildarinnar með 20 stig eftir 13 leiki. Liðið féll úr leik í bikarnum gegn Breiðabliki fyrr á tímabilinu.

Heimir tók við Val 2019 eftir tvö vel heppnuð ár hjá HB í Færeyjum og gerði Val að Íslandsmeistara 2020.

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, segir á Twitter að Ólafur Jóhannesson hafi sést á Hlíðarenda. Ólafur stýrði Valsmönnum 2014-2019 með góðum árangri og strax eru komnar sögur um að hann taki við liðinu.

Fyrr á tímabilinu var orðrómur varðandi Heimi Hallgrímsson fyrrum landsliðsþjálfara en Heimir hafnaði þeim sögum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner