Ólafur Jóhannesson, Óli Jó, hefur verið ráðinn þjálfari Vals í Bestu deild karla.
Valur staðfesti að Heimir Guðjónsson hafi hætt störfum í dag en liðið tapaði gegn ÍBV í Eyjum í gær. Tímabilið í fyrra voru mikil vonbrigði og liðið er í 5. sæti Bestu deildarinnar með 20 stig eftir 13 leiki. Liðið féll úr leik í bikarnum gegn Breiðabliki fyrr á tímabilinu.
Óli stýrir liðinu út núverandi tímabili. Hann hefur þjálfað Val áður en það gerði hann á árunum 2015-2019. Þá vann hann tvo Íslands- og bikarmeistaratitla.
Hann var rekinn frá FH í júní eftir mjög slakt gengi en liðið er svo gott sem í fallbaráttu.
Ólafur Jóhannesson ráðinn þjálfari meistraflokks karla
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) July 18, 2022
Knattspyrnufélagið Valur hefur ráðið Ólaf Jóhannesson þjálfara meistaraflokks karla út núverandi tímabil. pic.twitter.com/af0wLEqb4j
Athugasemdir