mán 18. júlí 2022 11:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óli Jó ráðinn þjálfari Vals (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, Óli Jó, hefur verið ráðinn þjálfari Vals í Bestu deild karla.

Valur staðfesti að Heimir Guðjónsson hafi hætt störfum í dag en liðið tapaði gegn ÍBV í Eyjum í gær. Tímabilið í fyrra voru mikil vonbrigði og liðið er í 5. sæti Bestu deildarinnar með 20 stig eftir 13 leiki. Liðið féll úr leik í bikarnum gegn Breiðabliki fyrr á tímabilinu.

Óli stýrir liðinu út núverandi tímabili. Hann hefur þjálfað Val áður en það gerði hann á árunum 2015-2019. Þá vann hann tvo Íslands- og bikarmeistaratitla.

Hann var rekinn frá FH í júní eftir mjög slakt gengi en liðið er svo gott sem í fallbaráttu.


Athugasemdir
banner
banner