Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 18. júlí 2023 22:26
Arnar Laufdal Arnarsson
„Sagði við Jason að ég ætlaði að henda honum undir rútuna "
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
"Þetta var geðveikt, þetta er ástæðan af hverju maður er í þessu þetta er bara ótrúlega sætt. Maður finnur í hópnum hvað við erum allir saman í þessu að berjast fyrir hvorn annan og bara geggjað að finna þessu tilfinningu. Við erum á skemmtilegri vegferð og gaman að vera hluti af því" Sagði Viktor Örn Margeirsson varnarmaður Breiðabliks eftir 2-1 sigur á Shamrock Rovers í kvöld en Blikar eru nú komnir í 2.umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 4-1 sigur samtals.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Shamrock Rovers

Lokatölur í kvöld sýna 2-1 sigur en sigurinn hefði getað verið mun stærri þar sem Blikar voru bara með yfirburði á vellinum oftar en ekki og Jason Daði, einn af markaskorurum Blika hefði klárlega getað skorað þrennu í leiknum

" Ég var einmitt að segja við Jason að ég ætlaði að henda honum undir rútuna í þessu viðtali. Nei nei, við erum að skapa mörg færi og það væri þægilegara ef við myndum nýta þau alltaf en það er ekki alltaf þannig og við getum alveg harkað út sigra og verið fastir fyrir og varist og það er frábært að geta gert það þegar að færin detta ekki en við reynum ekki að staldra neitt við það því við viljum byggja á því góða sem við erum að gera, við erum að skapa helling af færum á móti góðu liði og við erum að verjast vel þannig það er svo mikið til að byggja á, færin detta þessar gæjar frammi kunna alveg að skora úr færum þannig ég ætla ekkert að fara kenna þeim það"

Blikar fá ekki eitt mark á sig úr opnum leik í þessu einvígi, gegn liði sem var í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, hann hlýtur að vera mjög sáttur með það.

" Bara geggjað, sem hafsent vill maður halda hreinu í hverjum leik sem er ekkert alltaf hægt en þetta er ekkert bara ég, Anton og Damir þetta er allt liðið. Fremstu menn setja tóninn og með svo Oliver fyrir framan vörnina og miðjuna, þeir gera okkar vinnu oft á tíðum auðveldari þegar að þeir skila sínu þannig við erum bara allir að hjálpast að og það er fegurðin í þessu"

Blikar spila næst í Evrópu gegn FC Kaupmannahöfn, líklega stærsta liði Norðurlandanna, er þetta stærsta verkefni sem Viktor hefur tekið þátt í?

" Já ef ég pæli í því þá er þetta sennilega það stærsta, gaman að fara á Parken að gera einhverja sýningu úr þessu en þegar við komum að því þá bara komum við af því en það er bara ÍBV næst og setjum fullan fókus á það og eftir það förum við að einbeita okkur að Kaupmannahöfn hérna heima"

Viðtalið við Viktor má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Viktor talar um hvernig þeir ætla að nálgast FCK verkefnið sem og baráttuna við Rory Gaffney framherja Shamrock Rovers.
Athugasemdir
banner
banner
banner